GUÐMUNDARLUNDUR
Guðmundarlundur er ákaflega fallegt útivistarsvæði í eigu Skógræktarfélags Kópavogs. Þar er minigolf og frisbiegolf. Þar eru einnig leikvellir, aparóla, grasflatir þar sem má leika sér og skemmtilegar gönguleiðir. Í Guðmundarlundi er einnig lítið eldstæði sem hentar t.d. fyrir sykurpúðagrillun. Öllum er frjálst að nota eldstæðið. Þá er hægt að leigja grillaðstöðu í lundinum og er það gert hér: https://skogkop.is/raektarsvaedi/gudmundarlundur/grilladstada.

Guðmundarlundur er í útjaðri Heiðmerkur, Kópavogsmegin.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 3 =