HVALEYRARVATN
Hvaleyrarvatn er náttúruperla við Hafnarfjörð. Við vatnið er fjara þar sem hægt er að koma sér fyrir með teppi og sandkassadót. Vatnið er nokkuð grunnt og á hlýjum dögum er hægt að vaða og synda í vatninu. Einnig er hægt að sigla á vatninu á litlum bátum. Göngustígar liggja í kringum vatnið. Við Hvaleyrarvatn er salernisaðstaða. Við austurenda vatnsins er hægt að ganga upp í skóglendi. Þar má finna hindberjarunna og kannski finna sér nokkur hindber að hausti. Við hvaleyrarvatn eru nokkur kolagrill sem öllum er frjálst að nota.

Hvaleyrarvatn
Hvaleyrarvatnsvegur
Hafnarfjörður

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − 5 =