STEKKJARFLÖT
Stekkjarflöt er frábært útivistar- og ævintýrasvæði í Mosfellsbæ. Á Stekkjarflöt er lítil tjörn, fjölbreytt og skemmtileg leiktæki og þrautir sem löguð eru að náttúrnni. Útigrill, vatnshani, bekkir og borð. Á Stekkjarflöt er einnig ærslabelgur sem er opinn frá 10-22 á sumrin. Þar er einnig strandblaksvöllur sem frjálst er að nota ef völlurinn er laus en einnig er hægt að bóka völlinn hjá blakdeild Aftureldingar eða á stekkjarflot.skedda.com.
Stekkjarflöt
Álafossvegur
Mosfellsbær