ATLAVÍK
Atlavík er perla í Hallormsstaðaskógi við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði. Í Atlavík er að finna mjög fjölbreytta kosti til útivistar og leikja. Þar eru útileiktæki, grillaðstaða, borð og bekkir, tré til að klifra í, fjara við fljótið til að leika sér í og fleyta kellingar og sulla, lítill lækur og sitthvað fleira. Í Atlavík er líka tjaldsvæði með prýðilegri aðstöðu en þó er ekki aðgangur að rafmagni þar.

Atlavík
Hallormsstaðaskógur við Upphéraðsveg
701 Egilsstaðir
470 2070
hallormsstadur@skogur.is

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 − 1 =