ÆVINTÝRAGARÐURINN, ULLARNESBREKKUR
Ævintýragarðurinn, Ullarnesbrekkum er töluvert stórt útivistarsvæði í landi Mosfellsbæjar. Þar hefur verið byggt upp frábært svæði með skemmtilegum göngustígum sem leiða fólk um svæðið. Í ævintýragarðinum eru alls kyns leiktæki og þrautir, litlar tjarnir og sitthvað fleira. Ég bendi einnig á göngustíg sem kallaður er ætistígur. Meðfram þessum stíg hefur verið plantað fjöldamörgum ætiplöntum, þar á meðal fjölmörgum berjaplöntum. Best er að leggja við Varmárskóla og ganga þaðan. Hér má sá yfirlitsmynd af svæðinu: https://www.landmotun.is/wp-content/uploads/2011/10/Evintyri_02.jpg

Ævintýragarðurinn, Ullarnesbrekkur
Ullarnesbrekkur við Vesturlandsveg
Mosfellsbær

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × five =